Fréttir allt

Aukinn stuðningur við foreldra og fjölskyldur sjúkra barna

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti þann 3.nóvember, fulltrúum Sjónarhóls og Umhyggju breytingar á reglugerð um ferðastyrki vegna brýnnar sjúkdómsmeðferðar í útlöndum.

Þitt tækifæri - allra hagur

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (Corporate Social Responsibility) er inntak ráðstefnunnar Þitt tækifæri – allra hagur sem Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir í samstarfi við KOM almannatengsl á Nordica hótel þann 15.

Umhyggju afhentar rúmar 2,2 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþon

Glitnir var samstarfsaðili Reykjavíkurmaraþons 19.ágúst sl.Hlaupið var haldið í 23.sinn og var haldið með breyttu sniði þetta skiptið.Glitnir hét á starfsmenn sína sem tóku þátt í hlaupinu með því að leggja fé til góðgerðamála.

Hjóla hringinn til styrktar langveikum börnum

Fjórir hjólreiðamenn lögðu í nótt upp frá Reykjanesbæ í hringferð um Ísland á reiðhjólum.Fjórmenningarnir ætla 1550 kílómetra leið á 10 dögum með það markmið að safna fé fyrir langveik börn á Íslandi.

Einstakir drengir á Highbury-leikvanginn í Lundúnum

Nokkrum drengjum var boðið af Actavis til Lundúna nýlega til þess að sjá Arsenal og Tottenham etja kappi á leikvangi Arsenal, Highbury.Actavis, sem er aðalsamstarfsaðili Umhyggju, félags langveikra barna, vildi bjóða nokkrum skjólstæðingum Einstakra barna og aðstandendum þeirra til Lundúna og gera þeim dagamun.

Umhyggja eignast orlofshús

2.mars sl.var skrifað undir samning um rekstrarleigu á tveimur orlofshúsum að Vaðlaborgum á milli Umhyggju og Vaðlaborgar ehf.Vaðlaborgir er þyrping orlofshúsa sem er að verða tilbúin á fallegum stað í Eyjafirði, gegnt Akureyri.

Breytingar á stjórn Umhyggju

Aðalfundur Umhyggju var haldin mánudaginn 27.febrúar sl.Þær breytingar urðu í stjórn félagsins að Ágúst Hrafnkelsson tók við formennsku af Leifi Bárðasyni og Rósa Einarsdóttir tók við af Önnu Ólafíu Sigurðardóttur sem gaf ekki  kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

KB banki gefur Umhyggju kennsluforrit fyrir börn

KB banki hefur gefið Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, 200 eintök af kennsluforritinu Stærðfræðisnillingarnir - Tívolítölur.Um er að ræða nýjan tölvuleik á geisladiski þar sem Lúlli Ljón og fleiri teiknimyndapersónur leiða börn frá 5 ára aldri á skemmtilegan hátt í gegnum grundvallarþætti stærðfræðinnar.

Aðalfundur Umhyggju

Aðalfundur Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum verður haldinn mánudaginn 27.febrúar n.k.kl.20.00.Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, á 4.

Sálfræðingur ráðinn til starfa hjá Umhyggju

Andrés Ragnarsson hefur hafið störf hjá Umhyggju, félagi til stuðnings fjölskyldum langveikra barna.Starfsvið hans er að veita fjölskyldum alvarlega veikra og fatlaðra barna sálrænan stuðning.