31.03.2020
Umhyggja hefur sent frá sér yfirlýsingu og áskorun til stjórnvalda þess efnis að löggjöf Alþingis um launagreiðslur til fólks sem gert er að sæta sóttkví nái einnig yfir foreldra langveikra barna með alvarlega sjúkdóma sem eru í verndarsóttkví. Er það í kjölfar útgefinna ráðlegginga Embættis landlæknis um að tilteknir hópar langveikra barna sæki ekki skóla eða leikskóla vegna smithættu.
17.03.2020
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og samkomubanns vegna Covid19 höfum við hjá Umhyggju ákveðið að hafa skrifstofuna á Háaleitisbraut ekki opna fyrir gesti fram yfir páska. Starfsemin er þó í fullum gangi og við hvetjum alla til að hringja (opið fyrir símann milli kl.9 og 16 alla virka daga) eða senda okkur tölvupóst ef eitthvað er.
09.03.2020
Við vekjum athygli á því að Umhyggja mun ekki vera með fasta viðveru á Barnaspítala Hringsins 1. og 3. fimmtudag í mánuði á meðan neyðarstig Almannavarna er virkt. Við hvetjum því alla til að hafa samband símleiðis í síma 5524242, en síminn er opinn milli kl.9 og 16 alla virka daga.
09.03.2020
Þann 8. desember síðastliðinn hélt 4. bekkur í Álftanesskóla góðgerðardag þar sem söfnuðust kr.77.990 krónur. Krakkarnir fengu að velja málefni til að styrkja og varð Umhyggja fyrir valinu.
07.03.2020
Við hjá Umhyggju hvetjum alla til að kynna sér vel leiðbeiningar Landlæknisembættisins vegna Covid19 kórónaveirunnar. Stöndum saman í því að hefta útbreiðslu veirunnar og verjum þannig viðkvæmustu hópana í samfélaginu.
03.03.2020
Nú í vetur mun Umhyggja bjóða langveikum börnum í aðildarfélögum Umhyggju upp á KVAN sjálfstyrkingarnámskeið. Námskeiðið er ætlað 13 - 15 ára börnum (8. - 10. bekkur) og verður kennt á miðvikudögum frá kl. 18 - 21 í húsakynnum KVAN í Kópavogi. Námskeiðið er 8 skipti, hefst miðvikudaginn 11. mars og lýkur miðvikudaginn 29. apríl. Skráning er hér að neðan, en 15 pláss eru laus á námskeiðinu.