Alls hlupu 502 starfsmenn Glitnis þar af 64 sem hlupu fyrir Umhyggju. Alls söfnuðust yfir 22 milljónir króna sem er alveg hreint stórkostlegur árangur hjá starfsfólki Glitnis. Umhyggja fékk hvorki meira né minna en rúmar 2,2 milljónir króna. Umhyggja vill þakka Glitni og starfsfólki fyrir frábæran stuðning og þann góða hug sem félaginu var sýndur með þessu átaki.