Fréttir allt

Jólatónleikar til styrktar Umhyggju

Þann 5. desember næstkomandi kl.19:00 munu Kór Njarðvíkurkirkju og Vox Felix ásamt hljómsveit standa fyrir jólatónleikum til styrktar Umhyggju og Berginu Headspace. Allur aðgangseyrir rennur til málefnanna og er aðgangseyrir kr. 3000.

Bætt aðgengi í Jólaskógi

Umhyggja og CP félagið standa fyrir sýningum á Ævintýri í jólaskógi með bættu aðgengi þann 11. des í Elliðaárdalnum á milli klukkan 17:00-18:10.

Jólamerkimiðar komnir í sölu

Handmálaðir jólamerkimiðar til styrktar Umhyggju.

Systkinasmiðjum aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa Systkinasmiðjum sem halda átti helgina 23.-24.nóvember næstkomandi vegna afar dræmrar skráningar. Við munum bráðlega auglýsa nýjar dagsetningar fyrir Sytstkinasmiðjur sem stefnt er að því að halda á nýju ári.

Systkinasmiðjur helgina 23.-24. nóvember

*ATH: Systkinasmiðjum hefur verið aflýst vegna dræmrar skráningar* Systkinasmiðjur verða haldnar í Reykjavík helgina 23. - 24. nóvember næstkomandi. Um er að ræða samstarf Systkinasmiðjunnar og Umhyggju og eru smiðjurnar ætlaðar systkinum langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8-12 ára (f. 2013-2016) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13 og eldri hópur 12-14 ára (f. 2010-2012) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30.