20.09.2019
Við vekjum athygli á því að umsóknarfrestur vegna orlofshúss um jól 2019 rennur út 1. október næstkomandi og eru umsóknir teknar til meðferðar eftir þann tíma. Leiga um jól skiptist í tvö tímabil til að sem flestir fái notið, frá 23.-28.desember annars vegar og 28.desember-2.janúar hins vegar.
18.09.2019
Þann 29. apríl sl. sendi Umhyggja – félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar.
11.09.2019
Laugardaginn 21. september verður haldin ráðstefna um flutning langveikra og fatlaðra barna af barnasviði yfir á fullorðinssvið. Ráðstefnan fer fram í Hringssal Barnaspítalans og hefst klukkan 10:00.
09.09.2019
Dagana 3. og 4. október munu AHC samtökin standa fyrir vísindamálþingi á Grand Hótel Reykjavík þar sem fjallað verður um genið ATP1A3. Ber þingið heitið ATP1A3 symposium in disease, og er þetta í 8. skiptið sem þingið er haldið.