Umsókn um íbúð í Borgarnesi

     

       

Ertu foreldri langveiks barns með miklar stuðningsþarfir? Þarftu að komast í „hvíldarinnlögn“?

Foreldrar langveikra barna geta nú í vetur sótt um 2 nátta gistingu í vel útbúinni og uppábúinni íbúð í Borgarnesi sér að kostnaðarlausu. Um er að ræða einstakt framlag velunnara félagsins sem standa að Englendingavík og Gamla ráðhúsinu til foreldra langveikra barna innan Umhyggju og aðildarfélaga og fer umsóknarferlið í gegnum skrifstofu Umhyggju. Dvölin er eingöngu ætluð til hvíldar fyrir foreldra og því ekki gert ráð fyrir að börn komi með.

Íbúðin er staðsett í Gamla ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Um er að ræða íbúð á jarðhæð með svefnherbergi, setustofu, eldhúsi og baðherbergi. Rúmin eru uppábúin og handklæði fylgja með. 

Hægt er að sækja um hér að neðan, en gert er ráð fyrir að fólk rökstyðji umsóknina og lýsi aðstæðum sínum til að tryggja að íbúðinni sé úthlutað til þeirra sem mest þurfa á að halda. Einnig er fólk beðið um að gera grein fyrir óskadagsetningum, en þær geta verið bæði um helgar og í miðri viku. Athugið að ekki er öruggt að umsækjendum séu boðnar þær dagsetningar sem það óskar helst eftir, fái þeir úthlutun.




captcha