Úthlutunarreglur

REGLUR VEGNA ÚTHLUTUNAR ORLOFSHÚSA UMHYGGJU

Húsin í Brekkuskógi og Vaðlaborgum eru leigð út allt árið.

Félagar í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem greitt hafa félagsgjöld, eiga rétt á að sækja um dvöl í húsunum.

Eftirfarandi reglur gilda um úthlutun bústaðanna:

  • Fjölskyldur langveikra barna undir 18 ára ganga fyrir þegar umsóknir eru afgreiddar.
  • Fjölskyldur barna með hreyfihömlun ganga fyrir þegar umsóknir eru afgreiddar vegna þess sérútbúnaðar sem húsin bjóða upp á fyrir þann hóp.
  • Í sumar-, páska- og jólaúthlutun ganga þeir fyrir sem ekki fengu úthlutað árið áður. Með sumarúthlutun er átt við tímabilið frá 1. júní til 31. ágúst. Nái vika inn í júnímánuð eða hefjist í ágústmánuði telst hún sem sumarúthlutun.
  • Í þeim vikum sem vetrarfrí grunnskóla eru að hausti (seinni hluti október) og vori (seinni hluta febrúar) eru húsin eingöngu leigð til fjölskyldna langveikra barna sem eru á grunnskólaaldri.
  • Í almennri vetrarleigu, utan jóla og páska, gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Sumarúthlutun:

  • Sækja skal um fyrir mars og eru umsóknir ekki teknar til meðferðar fyrir en eftir þann tíma. Fjölskyldur langveikra og hreyfihamlaðra barna undir 18 ára hafa forgang, og ganga þeir fyrir sem ekki fengu úthlutun sumarið á undan.

Páskar og jól:

  • Sækja skal um fyrir október (jól) og 15. janúar (páskar) og eru umsóknir ekki teknar til meðferðar fyrr en eftir þann tíma.
  • Leiga um jól og páska skiptist í tvö tímabil til að sem flestir fái notið.
  • Jól: frá 23.-28. desember annars vegar, og 28. desember – 2. janúar hins vegar.
  • Páskar: frá föstudegi fyrir dymbilviku fram á miðvikudag í dymbilviku annars vegar, og miðvikudegi í dymbilviku fram á annan í páskum hins vegar.
  • Fjölskyldur langveikra og hreyfihamlaðra barna undir 18 ára hafa forgang, og ganga þeir fyrir sem ekki fengu úthlutun árið á undan.

Leigutími:

  • Á sumrin eru húsin leigð í viku í senn, frá kl. 16:00 á föstudegi til föstudags kl. 12:00.
  • Á veturna eru húsin leigð annars vegar yfir helgi frá fimmtudegi til mánudags (1-4 daga) eða í viku frá fimmtudegi til fimmtudags (5-7 daga).
  • Verð er kr.25.000 fyrir helgi (1-4 dagar) og 35.000 fyrir viku (5-7 dagar).
  • Athugið að þrif eru innifalin í verði.
  • Athugið að yfir vetrartímann eru húsin eingöngu leigð frá fimmtudegi, en á sumrin eingöngu leigð frá föstudegi.

Um greiðslu gildir eftirfarandi:

  • Vetrarleiga: greiðslukortaupplýsingar gefnar upp við bókun og greiðsla fer í gegn þegar búið er að samþykkja bókunina.
  • Páskar og jól: greiðsluhlekkur sendur leigjanda þegar úthlutun liggur fyrir.
  • Sumarleiga: greiðsluhlekkur sendur leigjanda þegar úthlutun liggur fyrir.
  • Óheimilt er með öllu að framleigja húsin.