23.12.2019
Við hjá Umhyggju óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með von um gæfuríkt komandi ár. Við þökkum jafnframt samstarfið og samskipti á árinu sem er að líða. Skrifstofa Umhyggju verður lokuð frá Þorláksmessu og fram yfir áramótin, en við opnum aftur föstudaginn 3. janúar.
20.12.2019
Í dag, föstudaginn 20. desember, komu starfsmenn Líflands færandi hendi með 350.000 króna styrk hingað á skrifstofu Umhyggju. Við erum alsæl og þakklát fyrir stuðninginn og að hugsað sé til okkar í aðdraganda jólahátíðarinnar.
19.12.2019
Í dag fengum við þær gleðifréttir að Mjólkurfræðingafélag Íslands hyggðist styrkja Umhyggju um 120.000 krónur í tilefni jólanna. Við sendum þeim kærar þakkir og jólakveðjur!
19.12.2019
Félagar úr stúku nr. 7 Þorkeli mána I.O.O.F. komu í vikunni færandi hendi með 400.000 króna styrk. Umhyggja þakkar þeim af öllu hjarta enda kemur styrkur sem þessi sér afskaplega vel nú í jólamánuðinum.
18.12.2019
Í dag, miðvikudaginn 18. desember, komu þau Auður og Eyþór starfsmenn Elko með sannkallaðan jólaglaðning til Umhyggju, en fyrirtækið gaf félaginu fjölda heimilistækja til notkunar í nýrri íbúð Umhyggju í tilefni jólanna.
04.12.2019
Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.
02.12.2019
Margrét Kolbrún Jónsdóttir meistaranemi í sérkennslufræðum óskar eftir viðmælendum í rannsókn þar sem skoða á reynslu foreldra langveikra barna á sjúkrakennslu frá grunnskólum barnanna. Hér að neðan eru frekari upplýsingar, en þeir foreldrar sem hafa áhuga eru hvattir til að hafa samband við Margréti.
25.11.2019
Sporthúsið í Kópavogi og Reykjanesbæ hélt nýverið styrktarsöfnun fyrir Umhyggju og söfnuðust 515.000 krónur. Um var að ræða eins mánaðar lífsstílsáskorun í formi liðakeppni þar sem lið söfnuðu stigum með því að sofa vel, borða hreint og hollt fæði og sinna æfingum.
12.11.2019
Að gefnu tilefni vill Umhyggja – félag langveikra barna vekja athygli á því að styrkir til félagsins sem óskað er eftir gegnum síma eru tvenns konar: 1) fólk beðið um að styrka í eitt skipti að upphæð kr.3900 og sendur er greiðsluseðill og 2) mánaðarlegir styrkir með upphæð að eigin vali, hafi fólk gerst Umhyggjusamur einstaklingur, sem dregnir eru af greiðslukorti eða greiddir með beingreiðslu.
07.11.2019
Þann 20. júní síðastliðinn var samningi SÍ við Heilsueflingarmiðstöðina um heimahjúkrun barna á höfuðborgarsvæðinu sagt upp frá og með 1.desember. Engin svör bárust um hver tæki við framkvæmd þjónustunnar þar til 23.október síðastliðinn en þá var foreldrum barna sem þiggja heimahjúkrun tjáð að SÍ hefði ákveðið að ganga til samninga við Reykjavíkurborg. Umhyggja lýsir yfir og undirstrikar þungar áhyggjur sínar af málinu þar sem stuttur tími er til stefnu og ítrekar mikilvægi þess að þjónusturof eigi sér ekki stað við þennan viðkvæma hóp. Um er að ræða flókna og gríðarlega sérhæfða þjónustu sem ekki er á færi margra að veita og því brýnt að farsæl lending náist.