Fréttir allt

Aðalfundur Umhyggju 4. apríl kl. 17:00

Aðalfundur Umhyggju verður haldinn 4. apríl næstkomandi, kl.17.00, í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Tillögur að framboðum í stjórn Umhyggju skulu berast eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund, (28. mars í síðasta lagi) á skrifstofu Umhyggju, umhyggja@umhyggja.is og til formanns stjórnar Regina.Lilja.Magnusdottir@reykjavik.is

Afhending Hetjuteppa

Miðvikudaginn 13. mars verður afhending á svokölluðum Hetjuteppum, en Íslenska bútasaumsfélagið hefur gefið langveikum börnum teppi í mörg ár. Börnum í aðildarfélögum Umhyggju, sem ekki hafa fengið teppi, er boðið að koma og velja sér teppi miðvikudaginn 13. mars, á milli kl.16.30 og 17.30 í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.