Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.
Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón, sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutíma.
Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi. Við brottför skal tæma uppþvottavél, ganga frá leirtaui og fara með rusl í ruslagáma sem finna má við afleggjara neðan við Heiðarbraut.
Leigjandi skal virða þær reglur er gilda á skiptidegi þ.e. að losa húsið kl. 12.00 á brottfarardegi en komutími í húsið er kl. 16.00 í upphafi orlofsdvalar.
Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, sængurver, lök og koddaver.
Dvalargestir eru beðnir um að forðast hávaða með bílaumferð á orlofhúsasvæðinu.
Leigjandi skal ganga vel um staðinn og gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt. Ekki er leyfilegt að hafa með sér gæludýr í húsunum.
Ekki er leyfilegt að framleigja orlofshúsið til annarra.
Lesið vel leiðbeiningarnar sem festar eru upp í húsunum og skylt er að fara eftir.
Athugið að reykingar eru með öllu óheimilar í húsinu.
Varist að skilja dyr eftir opnar til að koma í veg fyrir heimsóknir húsamúsa.
Við vonum að þið njótið dvalarinnar
Umhyggja