29.06.2021
Á dögunum komu fóstrur færandi hendi til Umhyggju og færðu félaginu styrk að upphæð 75.000 krónur í tilefni þess að 50 ár eru síðan þær útskrifuðust úr Fóstruskóla Sumargjafar. Það gerðu þær jafnframt í minningu útskriftarsystra sinna þeirra Ingibjargar Njálsdóttur og Sigrúnar Snævarr sem fallnar eru frá.
24.06.2021
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. júní. Hægt er að senda erindi á netfangið info@umhyggja.is og verður þeim svarað um leið og opnar á ný.
22.06.2021
Langveik börn á aldrinum 12-15 ára á höfuðborgarsvæðinu sem eru í áhættuhóp vegna Covid-19 verða boðuð í Pfizer bólusetningu á fimmtudag í þessari viku. Við hvetjum alla foreldra sem þetta á við til að skoða Heilsuveru vel því fá barnanna eru með skráð símanúmer.
19.06.2021
Í dag, laugardaginn 19. júní 2021, eru á leið inn í kerfið til heilsugæslustöðvanna listar þeirra barna á aldrinum 12-15 ára sem bólusetja á gegn Covid-19. Eftirfarandi upplýsingar hefur Landlæknisembættið beðið okkur um að koma áleiðis til að tryggja að boðin í bólusetningu gangi smurt fyrir sig.
04.06.2021
Liverpoolklúbburinn á Íslandi afhenti Umhyggju í dag styrk að andvirði 500.000 króna í minningu Kamillu Eirar Styrmisdóttur. Styrkurinn er afrakstur uppboðs á áritaðri Liverpooltreyju auk framlags úr styrktarsjóði Liverpoolklúbbsins.