28.02.2006
Aðalfundur Umhyggju var haldin mánudaginn 27.febrúar sl.Þær breytingar urðu í stjórn félagsins að Ágúst Hrafnkelsson tók við formennsku af Leifi Bárðasyni og Rósa Einarsdóttir tók við af Önnu Ólafíu Sigurðardóttur sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
27.02.2006
KB banki hefur gefið Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, 200 eintök af kennsluforritinu Stærðfræðisnillingarnir - Tívolítölur.Um er að ræða nýjan tölvuleik á geisladiski þar sem Lúlli Ljón og fleiri teiknimyndapersónur leiða börn frá 5 ára aldri á skemmtilegan hátt í gegnum grundvallarþætti stærðfræðinnar.
22.02.2006
Aðalfundur Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum verður haldinn mánudaginn 27.febrúar n.k.kl.20.00.Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, á 4.