Fréttir allt

Kvennaverkfall 24. október 2023

Þriðjudaginn 24. október leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla kerfisbundnu laumamisrétti og kynbundnu ofbeldi. Þar sem allir starfsmenn Umhyggju eru konur verður skrifstofan lokuð. Kjarninn í baráttunni snýst um að uppræta vanmat á störfum kvenna, launuðum sem ólaunuðum. Í því samhengi er vert að nefna framlag ótal mæðra langveikra barna sem bera hitann og þungann af umönnun barna sinna. Í flestum tilvikum eru það mæður sem minnka við sig eða hætta vinnu til að sinna langveikum börnum og eru sumar hverjar árum saman utan vinnumarkaðar eða í skertu starfshlutfalli. Þær fara því á mis við ýmis tækifæri í atvinnulífinu, verða af tekjum og búa við skert lífeyrisréttindi. Margar þeirra eiga ekki heimangengt í dag og eru því #ómissandi nú sem aðra daga.

Styrktartónleikar Fjörgynjar

Þann 9. nóvember nk. kl. 19.30 í Grafarvogskirkju stendur Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir tónleikum til styrktar Umhyggju, BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Dagskráin er svo sannarlega hin glæsilegasta og alveg ljóst að hér er um stórtónleika að ræða.

Skrifstofa lokuð vegna veikinda

Skrifstofa Umhyggju er lokuð í dag, mánudaginn 16. október vegna veikinda starfsfólks. Sálfræðiviðtölin verða þó í fullum gangi. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@umhyggja.is og við munum svara honum við fyrsta tækifæri.

Ályktun um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni

Eftirfarandi ályktun um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni var send 28. september 2023. Í sumum tilfellum er frístundaþjónustan, sem er lögboðin, ýmist ekki í boði eða er ófullnægjandi. Undir ályktunina rita Umhyggja – félag langveikra barna, Landssamtökin Þroskahjálp og Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð.