Iðjuþjálfun

Umhyggja býður foreldrum langveikra barna í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju upp á gjaldfrjálsa iðjuþjálfun hjá Louisu Sif Mønster iðjuþjálfa. 

Iðjuþjálfun getur nýst vel þegar fólk á erfitt með að annast sig og sína, vinna heimilsstörf, stunda atvinnu eða njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Iðjuþjálfar meta og greina færni einstaklingsins í daglegu lífi með því markmiði að auka lífsgæði. Markmið iðjuþjálfunar er að auka færni í iðju sem hefur gildi og er mikilvæg. 

Iðjuþjálfunin fer fram á Stórhöfða 29 hjá Iðjusetrinu. Einnig er boðið upp á fjarviðtöl.

Hægt er að óska eftir iðjuþjálfun með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan.