23.12.2019
Við hjá Umhyggju óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með von um gæfuríkt komandi ár. Við þökkum jafnframt samstarfið og samskipti á árinu sem er að líða. Skrifstofa Umhyggju verður lokuð frá Þorláksmessu og fram yfir áramótin, en við opnum aftur föstudaginn 3. janúar.
20.12.2019
Í dag, föstudaginn 20. desember, komu starfsmenn Líflands færandi hendi með 350.000 króna styrk hingað á skrifstofu Umhyggju. Við erum alsæl og þakklát fyrir stuðninginn og að hugsað sé til okkar í aðdraganda jólahátíðarinnar.
19.12.2019
Í dag fengum við þær gleðifréttir að Mjólkurfræðingafélag Íslands hyggðist styrkja Umhyggju um 120.000 krónur í tilefni jólanna. Við sendum þeim kærar þakkir og jólakveðjur!
19.12.2019
Félagar úr stúku nr. 7 Þorkeli mána I.O.O.F. komu í vikunni færandi hendi með 400.000 króna styrk. Umhyggja þakkar þeim af öllu hjarta enda kemur styrkur sem þessi sér afskaplega vel nú í jólamánuðinum.
18.12.2019
Í dag, miðvikudaginn 18. desember, komu þau Auður og Eyþór starfsmenn Elko með sannkallaðan jólaglaðning til Umhyggju, en fyrirtækið gaf félaginu fjölda heimilistækja til notkunar í nýrri íbúð Umhyggju í tilefni jólanna.
04.12.2019
Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.
02.12.2019
Margrét Kolbrún Jónsdóttir meistaranemi í sérkennslufræðum óskar eftir viðmælendum í rannsókn þar sem skoða á reynslu foreldra langveikra barna á sjúkrakennslu frá grunnskólum barnanna. Hér að neðan eru frekari upplýsingar, en þeir foreldrar sem hafa áhuga eru hvattir til að hafa samband við Margréti.