Pallborðsumræður hagsmunafélaga um öryggi sjúklinga
21.09.2023
Þann 21. september stóð Landspítali – Háskólasjúkrahús fyrir pallborðsumræðum í tilefni alþjóðlegs dags öryggis sjúklinga sem haldinn var hátíðlegur í vikunni. Þema ársins í ár var þátttaka sjúklinga og áhrif hennar á öryggi þjónustunnar undir slagorðinu „eflum rödd sjúklinga.“ Í pallborði sátu fulltrúar hagsmunasamtakanna Umhyggju, Einstakra barna, Rótarinnar, MS félagsins, Nýrnafélagsins og Hjartaheilla sem fengu þar dýrmætt tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við starfsfólk spítalans.