Fréttir allt

Gleðilegt sumar

Við hjá Umhyggju óskum ykkur öllum gleðilegs sumars. Megi sumarið fara um okkur öll mjúkum, sólríkum og hlýjum höndum eftir átakamikinn vetur.

Frá Almannaheillum vegna Covid-19

Almannaheill, regnhlífarsamtök félagasamtaka þriðja geirans, sem Umhyggja er aðili að, hafa beðið okkur um að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri vegna Covid-19 faraldursins.

Umhyggja minnir á opinn síma og sálfræðiráðgjöf

Við hjá Umhyggju minnum á að síminn er opinn milli kl.9 og 16 alla virka daga og hvetjum fólk til að hafa samband símleiðis, 552-4242 eða í gegnum tölvupóst, info@umhyggja.is, hafi það spurningar eða vanti ráðgjöf. Eins minnum við á að sálfræðingar okkar sinna sálfræðiviðtölum, bæði í gegnum fjarfundarbúnað sem og á skrifstofu.

Ráð til foreldra vegna Covid-19

Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið og Embætti landlæknis hafa gefið út góð ráð til foreldra vegna COVID-faraldursins, í samvinnu við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF. Við hvetjum alla til að skoða, en ráðin er að finna á 35 mismunandi tungumálum.