Fréttir

Systkinasmiðjur helgina 8. - 9. febrúar

Systkinasmiðjur verða haldnar í Reykjavík helgina 8. - 9. febrúar næstkomandi. Um er að ræða samstarf Systkinasmiðjunnar og Umhyggju og eru smiðjurnar ætlaðar systkinum langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8-11 ára (f. 2013-2016) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13 og eldri hópur 12-14 ára (f. 2010-2012) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30.

Foreldra- og barnahópur Nýrnafélagsins gengur í Umhyggju

Nú hefur átjánda aðildarfélagið bæst í Umhyggju en um er að ræða Foreldra- og barnahóp Nýrnafélagsins. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í hópinn!

Opið fyrir orlofshúsaumsóknir um páska

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um páskana 2025. Úthlutunin skiptist í tvö tímabil, annars vegar frá 11. - 16. apríl og hins vegar 16. - 21. apríl. Umsóknarfresturinn er til 15. janúar og verða allar umsóknir meðhöndlaðar eftir það. Úthlutun mun liggja fyrir í kringum 10. febrúar.

Gleðilega hátíð

Umhyggja - félag langveikra barna óskar ykkur gleðilegrar hátíðar með von um gott og gjöfult nýtt ár. Við þökkum ykkur öllum samfylgdina og stuðninginn á árinu sem er að líða. Skrifstofa félagsins verður lokuð frá hádegi 20. desember og opnar á ný fimmtudaginn 2. janúar.

Styrkur frá Oddfellowstúkunni nr.7 Þorkeli mána I.O.O.F.

Í dag, 19. desember, fengum við hjá Umhyggju góða gesti sem færðu okkur veglegan styrk frá stúkubræðrum í Oddfellowstúkunni nr.7, Þorkeli mána I.O.O.F.

Vel heppnaðar sýningar í Elliðarárdalnum

Ævintýri í jólaskógi með bættu aðgengi heppnaðist einstaklega vel.

Jólatónleikar til styrktar Umhyggju

Þann 5. desember næstkomandi kl.19:00 munu Kór Njarðvíkurkirkju og Vox Felix ásamt hljómsveit standa fyrir jólatónleikum til styrktar Umhyggju og Berginu Headspace. Allur aðgangseyrir rennur til málefnanna og er aðgangseyrir kr. 3000.

Bætt aðgengi í Jólaskógi

Umhyggja og CP félagið standa fyrir sýningum á Ævintýri í jólaskógi með bættu aðgengi þann 11. des í Elliðaárdalnum á milli klukkan 17:00-18:10.

Jólamerkimiðar komnir í sölu

Handmálaðir jólamerkimiðar til styrktar Umhyggju.

Systkinasmiðjum aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa Systkinasmiðjum sem halda átti helgina 23.-24.nóvember næstkomandi vegna afar dræmrar skráningar. Við munum bráðlega auglýsa nýjar dagsetningar fyrir Sytstkinasmiðjur sem stefnt er að því að halda á nýju ári.