Fréttir allt

Staða fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli Kennarasambands Íslands

Umhyggja ásamt Þroskahjálp, Einhverfusamtökunum, Sjónarhóli og ÖBÍ réttindasamtökum hafa sent frá sér ályktun um stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli Kennarasambandsins.

Systkinasmiðjur helgina 8. - 9. febrúar

Systkinasmiðjur verða haldnar í Reykjavík helgina 8. - 9. febrúar næstkomandi. Um er að ræða samstarf Systkinasmiðjunnar og Umhyggju og eru smiðjurnar ætlaðar systkinum langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8-11 ára (f. 2013-2016) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13 og eldri hópur 12-14 ára (f. 2010-2012) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30.

Foreldra- og barnahópur Nýrnafélagsins gengur í Umhyggju

Nú hefur átjánda aðildarfélagið bæst í Umhyggju en um er að ræða Foreldra- og barnahóp Nýrnafélagsins. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í hópinn!

Opið fyrir orlofshúsaumsóknir um páska

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um páskana 2025. Úthlutunin skiptist í tvö tímabil, annars vegar frá 11. - 16. apríl og hins vegar 16. - 21. apríl. Umsóknarfresturinn er til 15. janúar og verða allar umsóknir meðhöndlaðar eftir það. Úthlutun mun liggja fyrir í kringum 10. febrúar.