Opið fyrir orlofshúsaumsóknir um páska
02.01.2025
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um páskana 2025. Úthlutunin skiptist í tvö tímabil, annars vegar frá 11. - 16. apríl og hins vegar 16. - 21. apríl. Umsóknarfresturinn er til 15. janúar og verða allar umsóknir meðhöndlaðar eftir það. Úthlutun mun liggja fyrir í kringum 10. febrúar.