Fréttir

Brúðhjón styrkja Umhyggju um 500.000 krónur

Laugardaginn 11. janúar gengu þau Smári Helgason og Hjördís Björk Garðarsdóttir í hjónaband. Þau afþökkuðu allar gjafir en buðu gestum þess í stað að leggja í sjóð til styrktar Umhyggju. Í dag færðu þau síðan Umhyggju kr.500.000. Við þökkum brúðhjónunum innilega fyrir þetta frábæra framlag og óskum þeim hjartanlega til hamingju með hvort annað!

Þjónusta hafin hjá stuðnings- og ráðgjafarteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma

Stuðnings- og ráðgjafarteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma tekur nú á móti fyrirspurnum og/eða umsóknum um þjónustu. Teymið tók til starfa undir lok árs 2019 en til þess var stofnað með fjárveitingu frá heilbrigðisráðuneytinu til að hlúa betur að þessum börnum og fjölskyldum þeirra.

Skrifstofa lokuð mánudaginn 13. janúar vegna veikinda

Skrifstofa Umhyggju er lokuð mánudaginn 13. janúar vegna veikinda starfsmanna. Vinsamlegast sendið póst á netfangið info@umhyggja.is og verður erindinu svarað eins fljótt og auðið er.

Nýir sálfræðingar taka til starfa hjá Umhyggju

Nú hafa tveir nýir sálfræðingar verið ráðnir til starfa hjá Umhyggju, annars vegar Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur sem verður hjá okkur tímabundið og hefur störf 9. janúar og hins vegar Berglind Jóna Jensdóttir sálfræðingur sem hefur störf 2. mars.

Umsóknarfrestur um páskaúthlutun í orlofshúsum Umhyggju rennur út 15. janúar

Nú er opið fyrir umsóknir vegna páskaúthlutunar en umsóknarfrestur rennur út 15. janúar. Samkvæmt úthlutunarreglum um páska er tímabilinu skipt í tvennt, annars vegar frá 3. - 8. apríl (föstudegi fyrir dymbilviku fram að miðvikudegi í dymbilviku) og hins vegar 8. - 13. apríl (miðvikudegi í dymbilviku fram á annan í páskum).

Umhyggja óskar ykkur gleðilegrar hátíðar

Við hjá Umhyggju óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með von um gæfuríkt komandi ár. Við þökkum jafnframt samstarfið og samskipti á árinu sem er að líða. Skrifstofa Umhyggju verður lokuð frá Þorláksmessu og fram yfir áramótin, en við opnum aftur föstudaginn 3. janúar.

Lífland styrkir Umhyggju

Í dag, föstudaginn 20. desember, komu starfsmenn Líflands færandi hendi með 350.000 króna styrk hingað á skrifstofu Umhyggju. Við erum alsæl og þakklát fyrir stuðninginn og að hugsað sé til okkar í aðdraganda jólahátíðarinnar.

Mjólkurfræðingafélag Íslands styrkir Umhyggju

Í dag fengum við þær gleðifréttir að Mjólkurfræðingafélag Íslands hyggðist styrkja Umhyggju um 120.000 krónur í tilefni jólanna. Við sendum þeim kærar þakkir og jólakveðjur!

Styrkur frá stúku nr.7, Þorkeli mána I.O.O.F.

Félagar úr stúku nr. 7 Þorkeli mána I.O.O.F. komu í vikunni færandi hendi með 400.000 króna styrk. Umhyggja þakkar þeim af öllu hjarta enda kemur styrkur sem þessi sér afskaplega vel nú í jólamánuðinum.

Elko styrkir Umhyggju

Í dag, miðvikudaginn 18. desember, komu þau Auður og Eyþór starfsmenn Elko með sannkallaðan jólaglaðning til Umhyggju, en fyrirtækið gaf félaginu fjölda heimilistækja til notkunar í nýrri íbúð Umhyggju í tilefni jólanna.