Fréttir

KVAN námskeið fyrir 10-12 ára, skráning hafin

Umhyggja býður langveikum börnum í aðildarfélögum Umhyggju upp á KVAN sjálfstyrkingarnámskeið nú í vetur og munum við byrja á námskeiði fyrir 10 - 12 ára (5. - 7. bekkur). Farið verður af stað með fyrsta námskeiðið 16. nóvember, en kennt verður á laugardögum milli 10 og 12 í húsnæði KVAN í Kópavogi. Námskeiðið er 8 skipti og hámarksfjöldi eru 15 börn.

Umhyggja auglýsir starf sálfræðings

Umhyggja auglýsir eftir sálfræðingi í 50-100% starfshlutfall.

Skrifstofa lokuð 7. og 8. október

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð 7. og 8. október. Hægt er að senda fyrirspurnir á info@umhyggja.is og verður þeim svarað við fyrsta tækifæri.

Umsóknarfrestur um orlofshús jólin 2019 rennur út 1.október

Við vekjum athygli á því að umsóknarfrestur vegna orlofshúss um jól 2019 rennur út 1. október næstkomandi og eru umsóknir teknar til meðferðar eftir þann tíma. Leiga um jól skiptist í tvö tímabil til að sem flestir fái notið, frá 23.-28.desember annars vegar og 28.desember-2.janúar hins vegar.

Ítrekun áskorunar frá Umhyggju vegna tannréttinga barna með skarð í gómi

Þann 29. apríl sl. sendi Umhyggja – félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar.

Ráðstefna um flutning langveikra og fatlaðra barna yfir á fullorðinssvið

Laugardaginn 21. september verður haldin ráðstefna um flutning langveikra og fatlaðra barna af barnasviði yfir á fullorðinssvið. Ráðstefnan fer fram í Hringssal Barnaspítalans og hefst klukkan 10:00.

Vísindamálþing um genið ATP1A3 dagana 3. og 4. október

Dagana 3. og 4. október munu AHC samtökin standa fyrir vísindamálþingi á Grand Hótel Reykjavík þar sem fjallað verður um genið ATP1A3. Ber þingið heitið ATP1A3 symposium in disease, og er þetta í 8. skiptið sem þingið er haldið.

Skrifstofa lokuð mánudaginn 2. september

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð mánudaginn 2. september.

Dorma og Simba sleep styrkja Umhyggju með áheitasöfnun

Í dag, 23. ágúst, tókum við hjá Umhyggju á móti góðum og rausnarlegum gestum, en hingað komu þeir Pétur Pétursson ofurþríþrautarkappi hjá Simba sleep og Egill Fannar Reynisson hjá Dorma. Færðu þeir Umhyggju veglega peningjagjöf að upphæð 1.531.918 krónur sem er afrakstur áheitasöfnunar í tengslum við þátttöku Péturs í Extreme Iceland ofurþríþraut.

Listmeðferð fyrir 5 til 7 ára systkini langveikra barna hefst 2. september

Umhyggja býður nú í fyrsta skipti upp á listmeðferðarhóp fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 5 til 7 ára undir stjórn listmeðferðarfræðingsins Hörpu Halldórsdóttur sem starfar hjá SKB.