Þann 8. desember síðastliðinn hélt 4. bekkur í Álftanesskóla góðgerðardag þar sem söfnuðust kr. 77.990 krónur. Krakkarnir fengu að velja málefni til að styrkja og varð Umhyggja fyrir valinu, en árgangurinn styrkti Umhyggju einnig í fyrra. Söfnunarféð var afhent föstudaginn 6. mars og erum við hjá Umhyggju í skýjunum.
Við þökkum þeim af öllu hjarta fyrir þeirra frábæra framtak!