Umhyggja hefur sent frá sér yfirlýsingu og áskorun til stjórnvalda þess efnis að löggjöf Alþingis um launagreiðslur til fólks sem gert er að sæta sóttkví nái einnig yfir foreldra langveikra barna með alvarlega sjúkdóma sem eru í verndarsóttkví. Er það í kjölfar útgefinna ráðlegginga Embættis landlæknis um að tilteknir hópar langveikra barna sæki ekki skóla eða leikskóla vegna smithættu.
Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér.