18.09.2019
Þann 29. apríl sl. sendi Umhyggja – félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar.
11.09.2019
Laugardaginn 21. september verður haldin ráðstefna um flutning langveikra og fatlaðra barna af barnasviði yfir á fullorðinssvið. Ráðstefnan fer fram í Hringssal Barnaspítalans og hefst klukkan 10:00.
09.09.2019
Dagana 3. og 4. október munu AHC samtökin standa fyrir vísindamálþingi á Grand Hótel Reykjavík þar sem fjallað verður um genið ATP1A3. Ber þingið heitið ATP1A3 symposium in disease, og er þetta í 8. skiptið sem þingið er haldið.
30.08.2019
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð mánudaginn 2. september.
23.08.2019
Í dag, 23. ágúst, tókum við hjá Umhyggju á móti góðum og rausnarlegum gestum, en hingað komu þeir Pétur Pétursson ofurþríþrautarkappi hjá Simba sleep og Egill Fannar Reynisson hjá Dorma. Færðu þeir Umhyggju veglega peningjagjöf að upphæð 1.531.918 krónur sem er afrakstur áheitasöfnunar í tengslum við þátttöku Péturs í Extreme Iceland ofurþríþraut.
19.08.2019
Umhyggja býður nú í fyrsta skipti upp á listmeðferðarhóp fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 5 til 7 ára undir stjórn listmeðferðarfræðingsins Hörpu Halldórsdóttur sem starfar hjá SKB.
15.07.2019
Í júlímánuði munu 5000 krónur af hverri seldri Simba dýnu hjá Dorma renna beint til Umhyggju. Auk þess styrkir fyrirtækið Umhyggju um 500.000 og Pétur Pétursson hjá Simba hyggst taka þátt í þrekrauninni Iceland Extreme Triathlon þann 27. júlí og munu öll áheit renna til Umhyggju.
07.07.2019
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 8. júlí, til og með miðvikudagsins 7. ágúst. Ef um brýn erindi er að ræða má senda tölvupóst á netfangið umhyggja@umhyggja.is.
07.07.2019
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 8. júlí, til og með miðvikudagsins 7. ágúst. Ef um brýn erindi er að ræða má senda tölvupóst á netfangið umhyggja@umhyggja.is.
02.07.2019
Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins, en að þessu sinni er áhersla lögð á ýmis praktísk mál er tengjast Umhyggju.