Sporthúsið í Kópavogi og Reykjanesbæ hélt nýverið styrktarsöfnun fyrir Umhyggju og söfnuðust 515.000 krónur. Um var að ræða eins mánaðar lífsstílsáskorun í formi liðakeppni þar sem lið söfnuðu stigum með því að sofa vel, borða hreint og hollt fæði og sinna æfingum. Greiða þurfti þátttökugjald kr.1500 og voru hátt í 400 manns sem skráðu sig. Ákveðið var að þátttökugjaldið rynni til góðs málefnis og varð Umhyggja fyrir valinu, en Sporthúsið lagði einnig fé til söfnunarinnar. Það voru þeir Árni Freyr Bjarnason og Daði Daníelsson sem afhentu söfnunarféð á skrifstofu Umhyggju fimmtudaginn 21. nóvember og kunnum við þeim og Sporthúsinu bestu þakkir fyrir þetta frábæra framtak.