Margrét Kolbrún Jónsdóttir meistaranemi í sérkennslufræðum óskar eftir viðmælendum í rannsókn þar sem skoða á reynslu foreldra langveikra barna á sjúkrakennslu frá grunnskólum barnanna. Hér að neðan eru frekari upplýsingar, en þeir foreldrar sem hafa áhuga eru hvattir til að hafa samband við Margréti.
Kæru foreldrar og aðrir aðstandendur. Ég heiti Margrét Kolbrún Jónsdóttir og er að vinna að rannsókn sem skoðar reynslu foreldra langveikra barna af sjúkrakennslu í grunnskólum. Rannsóknin er lokaverkefni til MA-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri í sérkennslufræðum. Leiðbeinandi og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Hermína Gunnþórsdóttir prófessor við Háskólann á Akureyri.
Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða reynslu foreldra af sjúkrakennslu barna þeirra meðan á veikindum stóð. Í rannsókninni verða notaðar eigindlegar aðferðir sem felast í viðtölum við foreldra og kennara. Viðtölin verða hljóðrituð orðrétt og síðan skráð í tölvu þar sem þau verða síðan greind. Öllum persónugreinanlegum gögnum, ef þau koma fram í viðtölum, verður eytt við ritun viðtalanna. Þegar úrvinnslu gagna er lokið verður þeim eytt.
Ég er því að leita eftir þátttakendum í þessa rannsókn mína og vona ég að einhverjir sjái sér fært um að taka þátt. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta sett sig í beint samband við mig (sjá upplýsingar hér að neðan).
Með von um jákvæðar undirtektir og fyrirfram þökk,
Margrét Kolbrún Jónsdóttir, meistaranemi
S: 898-1138/ha150237@unak.is