16.08.2024
Umhyggja býður foreldrum langveikra barna í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju upp á gjaldfrjálsa iðjuþjálfun hjá Louisu Sif Mønster iðjuþjálfa.
09.07.2024
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð frá 10.07-12.08.
18.06.2024
Lindaskólaspretturinn fór fram þann 4. júní sl. þar sem nemendur í 1.-8. bekk í Lindaskóla hlupu til styrktar Umhyggju.
18.06.2024
Á dögunum hélt Tónasmiðjan tvenna tónleika og rann ágóði tónleikanna til Umhyggju.
10.06.2024
Aðalfundur Umhyggju verður haldinn þriðjudaginn 11. júní kl. 16:30.
14.05.2024
Aðalfundur Umhyggju verður haldinn 11. júní nk. kl. 16:30.
22.03.2024
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð í dymbilvikunni. Opnum aftur eftir páska þann 2 apríl. Öllum fyrirspurnum verður svarað þá.
Gleðilega páska 🐣💛
13.03.2024
Svo virðist sem forskráðir styrkir til Umhyggju (Almannaheillafélags) á skattframtölum styrktaraðila okkar séu komnir í lag, en nú eftir hádegið fengu nokkrir af okkar styrktaraðilum villumeldingu þegar senda átti skattframtalið inn. Við biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið og hvetjum fólk jafnframt til að hafa samband ef innsendingin gengur ekki.
09.02.2024
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum í sumar. Um er að ræða tímabilið 31. maí til 30. ágúst og eru húsin leigð út í viku í senn, frá föstudegi til föstudags. Umsóknarfrestur er til 15. mars og verða allar umsóknir teknar fyrir að þeim tíma loknum. Úthlutun verður tilkynnt eigi síðar en 10. apríl.
26.01.2024
Um áramót er gagnlegt að líta yfir farinn veg og sjá hvað hefur áunnist á nýliðnu ári. Hér má sjá samantekt frá starfi Umhyggju á árinu 2023.