Fréttir

Þórdís hefur störf hjá Umhyggju

Í dag hefur Þórdís Helgadóttir Thors störf hjá Umhyggju. Þórdís er lögfræðingur að mennt en mun sinna stöðu sérfræðings í ýmsum málum á skrifstofu Umhyggju. Við bjóðum Þórdísi hjartanlega velkomna til starfa!

Systkinasmiðjur í Reykjavík helgina 11. - 12. mars

Helgina 11. - 12. mars mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir þremur Systkinasmiðjunámskeiðum fyrir systkini langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8 - 12 ára (f. 2012-2015) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13, eldri hópur 12 - 14 ára (f. 2009-2011) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30 og unglingahópur 14+ (f. 2008 og fyrr) hittist laugardag og sunnudag kl.16-17.30. 

Opið fyrir umsóknir um orlofshús í sumar

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum í sumar. Um er að ræða tímabilið 2. júní til 1. september og eru húsin leigð út í viku í senn, frá föstudegi til föstudags.

Skráning hafin á námskeiðið Núvitund fyrir foreldra sem fer af stað í mars

UPPFÆRT: Fullt er orðið á námskeiðið. Í mars fer af stað námskeiðið Núvitund fyrir foreldra, ætlað foreldrum langveikra barna. Námskeiðið er samstarfsverkefni Umhyggju og sálfræðinganna Álfheiðar Guðmundsdóttur og Lindu Bjarkar Oddsdóttur. Kostnaður er að stærstum hluta niðurgreiddur af Samfélagsstyrk Landsbankans og Umhyggju. Skráningargjald þátttakenda er 5000 kr. fyrir einstaklinga og 7500 kr. fyrir pör. Námskeiðið verður kennt á miðvikudögum frá kl. 20-22 í húsnæði Sálstofunnar, Hlíðarsmára 17. Námskeiðið er átta skipti og mun hefjast 8.mars nk. og ljúka 3.maí.

Afhending hetjuteppa fimmtudaginn 9. febrúar

Fimmtudaginn 9. febrúar verður afhending á svokölluðum hetjuteppum, en Íslenska bútasaumsfélagið hefur gefið langveikum börnum teppi í mörg ár. Börnum í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem ekki hafa fengið teppi, er boðið að koma og velja sér teppi fimmtudaginn 9. febrúar, á milli kl.15.30 og 17.30 í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

HOG Chapter Iceland afhenti styrk í kjölfar árlegs góðgerðaraksturs

Á dögunum heimsóttum við Félag Harley Davidson eigenda á Íslandi, HOG Chapter Iceland. Félagið hefur undanfarin 17 ár boðið upp á góðgerðarakstur á Menningarnótt þar sem fólki býðst að rúnta um borgina á Harley Davidson hjóli gegn gjaldi sem rennur óskipt til Umhyggju.

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa veitir Umhyggju styrk

Þann 6. janúar síðastliðinn færðu fulltrúar Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa Umhyggju 2,4 milljónir króna í styrk. Um er að ræða afrakstur af sölu jólakortur Oddfellowreglunnar á Íslandi O.O.O.F.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús um páska

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Vaðlaborgum og Brekkuskógi yfir páskana. Úthlutað er tveimur tímabilum, annars vegar frá 31. mars til 5. apríl (inn í miðja Dymbilvikuna) og hins vegar frá 5. til 10. apríl (yfir Páskahelgina). Umsóknarfrestur er til 15. janúar og verða allar umsóknir yfirfarnar eftir þann dag. Niðurstaða úthlutunar liggur fyrir í kringum 31. janúar.

Styrkur frá Oddfellow st.nr.9 Þormóði goða

Í dag, fimmtudaginn 29. desember, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá góðum gestum. Það voru þeir Pétur Halldórsson yfirmeistari og Þór Þráinsson undirmeistari Oddfellow st. nr. 9 Þormóðs goða sem færðu félaginu 200.000 króna gjöf til góðra verka.

Gleðilega hátíð!

Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegrar hátíðar! Skrifstofan opnar á ný þriðjudaginn 3. janúar.