28.09.2022
Við hjá Umhyggju erum þakklát og meyr eftir helgina, en laugardaginn 24. september afhenti hjólalið Team Rynkeby Ísland Umhyggju kr. 35.310.463 krónur sem söfnuðust með aðstoð fyrirtækja og almennings í landinu.
21.09.2022
Undanfarið ár hefur lið Team Rynkeby Ísland hjólað af miklum móð bæði innanlands sem utan í þeim tilgangi að safna fé til handa langveikum börnum með alvarlega sjúkdóma, einkum til að styðja við rannsóknartengd verkefni. Laugardaginn 24. september kl. 14:30 mun lið Team Rynkeby Ísland afhenda söfunarféð við hátíðlega athöfn á Blómatorgi 1. hæðar Kringlunnar.
05.09.2022
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2022. Umsóknarfrestur rennur út 1. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 10. október.
01.09.2022
Í dag, fimmtudaginn 1. september, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá þremur snillingum frá Selfossi. Um var að ræða vinkonurnar Andreu Lilju Sævarsdóttur 9 ára, Friðriku Sif Sigurjónsdóttur 8 ára og Evu Katrínu Daðadóttur 9 ára og komu þær færandi hendi með rúmlega 50.000 krónur handa félaginu. Þær opnuðu búð í bílskúrnum á sumarhátíðinni Sumar á Selfossi sem haldin var í ágúst og buðu þar til sölu bleikar vörur svo sem kökur, sælgæti og kandífloss. Allur ágóðinn af sölunni var látinn renna til Umhyggju.
01.07.2022
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 4. júlí þar til miðvikudaginn 3. ágúst. Hægt er að senda tölvupóst á info@umhyggja.is og verður öllum erindum svarað um leið og við opnum á ný.
02.06.2022
Í vetur hafa nemendur 7. bekkjar í Árbæjarskóla skapað allskyns verk í fjöbreyttum smiðjum. Í staðinn fyrir að taka þau heim voru verkin seld og safnað í sjóð til að styrkja Umhyggju. Það safnaðist veglegur sjóður og á síðasta skóladegi annarinnar afhentu þau Umhyggju kr. 102.700.
30.05.2022
Fimmtudaginn 26. maí hjólaði Brynjar Logi Friðriksson 115 km leið með 1093 metra hækkun til styrktar Umhyggju. Hjólatúrinn var liður í lokaverkefni Brynjars Loga, sem er nemandi í 10. bekk í Réttarholtsskóla, en hann ákvað að safna áheitum til styrktar Umhyggju.
26.05.2022
Við minnum á aðalfund Umhyggju - félags langveikra barna sem haldinn verður fimmtudaginn 2. júní kl.17:00 í húsnæði félagsins á Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
24.05.2022
Helgina 11.- 12. júní næstkomandi stendur Umhyggja fyrir framhaldsnámskeið Systkinasmiðjunnar fyrir þá krakka sem sóttu smiðjur nú í vetur. Hópurinn hittist á Háaleitisbraut 13 frá kl.11-13 laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12. júní. Umhyggja niðurgreiðir Systkinasmiðjuna að stærstum hluta en þátttkendur greiða þó kr.2000 í staðfestingargjald.
18.05.2022
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð í dag, miðvikudaginn 18. maí, vegna veikinda. Hægt er að senda póst á info@umhyggja.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri.