Stuðnings- og ráðgjafarteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma tekur nú á móti fyrirspurnum og/eða umsóknum um þjónustu. Teymið tók til starfa undir lok árs 2019 en til þess var stofnað með fjárveitingu frá heilbrigðisráðuneytinu til að hlúa betur að þessum börnum og fjölskyldum þeirra.
Foreldrar/umönnunaraðilar geta sent inn fyrirspurn til teymisins í tölvupósti á netfangið studningur@landspitali.is. Jafnframt getur fagfólk á Barnaspítala Hringsins sent inn beiðni um þjónustu teymisins og verður öllum fyrirspurnum og beiðnum verður svarað.
Sjá nánar í frétt frá Landspítalanum.