07.02.2023
UPPFÆRT: Fullt er orðið á námskeiðið. Í mars fer af stað námskeiðið Núvitund fyrir foreldra, ætlað foreldrum langveikra barna. Námskeiðið er samstarfsverkefni Umhyggju og sálfræðinganna Álfheiðar Guðmundsdóttur og Lindu Bjarkar Oddsdóttur. Kostnaður er að stærstum hluta niðurgreiddur af Samfélagsstyrk Landsbankans og Umhyggju. Skráningargjald þátttakenda er 5000 kr. fyrir einstaklinga og 7500 kr. fyrir pör. Námskeiðið verður kennt á miðvikudögum frá kl. 20-22 í húsnæði Sálstofunnar, Hlíðarsmára 17. Námskeiðið er átta skipti og mun hefjast 8.mars nk. og ljúka 3.maí.
06.02.2023
Fimmtudaginn 9. febrúar verður afhending á svokölluðum hetjuteppum, en Íslenska bútasaumsfélagið hefur gefið langveikum börnum teppi í mörg ár. Börnum í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem ekki hafa fengið teppi, er boðið að koma og velja sér teppi fimmtudaginn 9. febrúar, á milli kl.15.30 og 17.30 í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
24.01.2023
Á dögunum heimsóttum við Félag Harley Davidson eigenda á Íslandi, HOG Chapter Iceland. Félagið hefur undanfarin 17 ár boðið upp á góðgerðarakstur á Menningarnótt þar sem fólki býðst að rúnta um borgina á Harley Davidson hjóli gegn gjaldi sem rennur óskipt til Umhyggju.
16.01.2023
Þann 6. janúar síðastliðinn færðu fulltrúar Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa Umhyggju 2,4 milljónir króna í styrk. Um er að ræða afrakstur af sölu jólakortur Oddfellowreglunnar á Íslandi O.O.O.F.
04.01.2023
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Vaðlaborgum og Brekkuskógi yfir páskana. Úthlutað er tveimur tímabilum, annars vegar frá 31. mars til 5. apríl (inn í miðja Dymbilvikuna) og hins vegar frá 5. til 10. apríl (yfir Páskahelgina). Umsóknarfrestur er til 15. janúar og verða allar umsóknir yfirfarnar eftir þann dag. Niðurstaða úthlutunar liggur fyrir í kringum 31. janúar.
29.12.2022
Í dag, fimmtudaginn 29. desember, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá góðum gestum. Það voru þeir Pétur Halldórsson yfirmeistari og Þór Þráinsson undirmeistari Oddfellow st. nr. 9 Þormóðs goða sem færðu félaginu 200.000 króna gjöf til góðra verka.
23.12.2022
Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegrar hátíðar! Skrifstofan opnar á ný þriðjudaginn 3. janúar.
23.12.2022
Í lok nóvember sendi Umhyggja frá sér árlega áskorun til Félgas- og vinnumarkaðsráðuneytisins hvað varðra desemberuppbót til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur. Í gær bárust okkur þær góðu fréttir að desemberuppbót til þessa hóps hafi verið tryggð fyrir árið 2022 með reglugerð nr. 1421/2022 og hefur Tryggingastofnun greitt hana til foreldra.
21.12.2022
Þá er Umhyggjublað ársins 2022 komið út og er það aðgengilegt öllum hér á netinu.
21.12.2022
Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.