Aðalfundi Umhyggju frestað - nýr fundartími er 13. júní kl.17:00

Aðalfundi Umhyggju – félags langveikra barna, sem halda átti þriðjudaginn 16. maí, verður frestað af óviðráðanlegum orsökum. Nýr aðalfundartími er þriðjudaginn 13. júní næstkomandi, kl. 17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Laus sæti til kosningar eru eitt sæti áhugamanns, eitt sæti fagmanns og þrjú sæti foreldra.

Tillögur að framboðum í stjórn Umhyggju skulu berast eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund (6. júní í síðasta lagi) á netfang skrifstofu Umhyggju, umhyggja@umhyggja.is.

Tillögur að lagabreytingum skulu berast skrifstofu Umhyggju eigi síðar en 21 degi fyrir aðalfund (23. maí í síðasta lagi).

Við vekjum athygli á því að aðeins þeir sem eru félagsmenn og hafa greitt félagsgjöld a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund (30. maí í síðasta lagi) hafa atkvæðisrétt.

 

Fyrir hönd stjórnar Umhyggju,

Margrét Vala Marteinsdóttir, formaður