09.11.2022
Helgina 26. - 27. nóvember mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir grunnnámskeiði fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 8 til 14 ára á Egilsstöðum.
02.11.2022
Þann 17. nóvember næstkomandi kl. 19:30 stendur Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir stórtónleikum til styrktar Umhyggju, BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Einvala lið listamanna mun troða upp og allur ágóði rennur til málefnanna. Lionsklúbburinn Fold mun standa fyrir veitingasölu í hléi. Við hvetjum alla til að mæta og eiga góða kvöldstund.
31.10.2022
Helgina 19. - 20. nóvember mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir grunnnámskeiði fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 8 til 14 ára. Hópurinn hittist laugardaginn 19. nóvember og sunnudaginn 20. nóvember frá kl. 10 til 13.
14.10.2022
Umhyggja – félag langveikra barna leitar að drífandi liðsfélaga í stöðu sérfræðings á skrifstofu félagsins sem brennur fyrir réttindum langveikra barna. Viðkomandi mun sinna mjög fjölbreyttum verkefnum og fær tækifæri til að móta starfið og áherslur þess.
07.10.2022
Mennta- og barnamálaráðuneytið vinnur nú að því að kortleggja þátttöku barna á Íslandi og leita til barna víðsvegar að úr samfélaginu til að heyra þeirra skoðanir. Fimmtudaginn 13. október býður ráðuneytið langveikum börnum á aldrinum 12-17 ára til óformlegs samtals í ráðuneytinu. Tilgangur þessa er að heyra frá börnunum um hvernig þau upplifa ákvarðanatöku í eigin lífi.
28.09.2022
Helgina 15.-16. október verða haldin tvö Systkinasmiðjunámskeið á Akureyri, ætluð systkinum langveikra barna, annars vegar 8-11 ára og hins vegar 12-14 ára.
28.09.2022
Við hjá Umhyggju erum þakklát og meyr eftir helgina, en laugardaginn 24. september afhenti hjólalið Team Rynkeby Ísland Umhyggju kr. 35.310.463 krónur sem söfnuðust með aðstoð fyrirtækja og almennings í landinu.
21.09.2022
Undanfarið ár hefur lið Team Rynkeby Ísland hjólað af miklum móð bæði innanlands sem utan í þeim tilgangi að safna fé til handa langveikum börnum með alvarlega sjúkdóma, einkum til að styðja við rannsóknartengd verkefni. Laugardaginn 24. september kl. 14:30 mun lið Team Rynkeby Ísland afhenda söfunarféð við hátíðlega athöfn á Blómatorgi 1. hæðar Kringlunnar.
05.09.2022
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2022. Umsóknarfrestur rennur út 1. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 10. október.
01.09.2022
Í dag, fimmtudaginn 1. september, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá þremur snillingum frá Selfossi. Um var að ræða vinkonurnar Andreu Lilju Sævarsdóttur 9 ára, Friðriku Sif Sigurjónsdóttur 8 ára og Evu Katrínu Daðadóttur 9 ára og komu þær færandi hendi með rúmlega 50.000 krónur handa félaginu. Þær opnuðu búð í bílskúrnum á sumarhátíðinni Sumar á Selfossi sem haldin var í ágúst og buðu þar til sölu bleikar vörur svo sem kökur, sælgæti og kandífloss. Allur ágóðinn af sölunni var látinn renna til Umhyggju.