Brennur þú fyrir réttindum langveikra barna?
Umhyggja – félag langveikra barna leitar að drífandi liðsfélaga í stöðu sérfræðings á skrifstofu félagsins sem brennur fyrir réttindum langveikra barna. Viðkomandi mun sinna mjög fjölbreyttum verkefnum og fær tækifæri til að móta starfið og áherslur þess.
Helstu verkefni:
- Samskipti og samvinna við félagsmenn, aðildarfélög, styrktaraðila og aðra hagsmunaaðila félagsins
- Ráðgjöf til foreldra langveikra barna
- Almenn réttindabarátta og athyglisvakning á málstað langveikra barna
- Yfirferð og umsagnir frumvarpa auk annarra verkefna í tengslum við réttindamál langveikra barna
- Þátttaka í markaðs- og útgáfumálum fyrir samfélagsmiðla og vefsíðu
- Fjölbreytt verkefni á skrifstofu, s.s. símsvörun, svörun fyrirspurna, umsjón með orlofshúsum, skipulagning námskeiða o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. í félagsráðgjöf eða lögfræði
- Reynsla af sambærilegu starfi og verkefnum er kostur
- Áhugi og þekking á málaflokknum, umhverfi hans og réttindabaráttu er æskileg
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni og þjónustulund
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Drifkraftur, sveigjanleiki og jákvæðni
- Góð almenn tölvukunnátta
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2022. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.
Sækja um starfið