Fréttir

Fóstrur styrkja Umhyggu á útskriftarafmæli

Á dögunum komu fóstrur færandi hendi til Umhyggju og færðu félaginu styrk að upphæð 75.000 krónur í tilefni þess að 50 ár eru síðan þær útskrifuðust úr Fóstruskóla Sumargjafar. Það gerðu þær jafnframt í minningu útskriftarsystra sinna þeirra Ingibjargar Njálsdóttur og Sigrúnar Snævarr sem fallnar eru frá.

Skrifstofa lokuð 24. og 25. júní

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. júní. Hægt er að senda erindi á netfangið info@umhyggja.is og verður þeim svarað um leið og opnar á ný.

Bólusetning 12-15 ára langveikra barna í áhættuhópi verður á fimmtudaginn, 24. júní

Langveik börn á aldrinum 12-15 ára á höfuðborgarsvæðinu sem eru í áhættuhóp vegna Covid-19 verða boðuð í Pfizer bólusetningu á fimmtudag í þessari viku. Við hvetjum alla foreldra sem þetta á við til að skoða Heilsuveru vel því fá barnanna eru með skráð símanúmer.

Vegna bólusetningar 12-15 ára langveikra barna gegn Covid-19

Í dag, laugardaginn 19. júní 2021, eru á leið inn í kerfið til heilsugæslustöðvanna listar þeirra barna á aldrinum 12-15 ára sem bólusetja á gegn Covid-19. Eftirfarandi upplýsingar hefur Landlæknisembættið beðið okkur um að koma áleiðis til að tryggja að boðin í bólusetningu gangi smurt fyrir sig.

Liverpoolklúbburinn á Íslandi styrkir Umhyggju

Liverpoolklúbburinn á Íslandi afhenti Umhyggju í dag styrk að andvirði 500.000 króna í minningu Kamillu Eirar Styrmisdóttur. Styrkurinn er afrakstur uppboðs á áritaðri Liverpooltreyju auk framlags úr styrktarsjóði Liverpoolklúbbsins.

Klifu Everest fyrir Umhyggju

Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn en þeir klifu hann í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest. Þeir hafa sent frá sér yfirlsýngu sem við birtum hér að neðan. Við hjá Umhyggju erum ekki lítið stolt og þakklát þeim fyrir þetta mikla afrek.

Drög að frumvarpi til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna komið inn í samráðsgátt

Nú eru komin inn í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna. Við hvetjum alla sem málið snertir til að skoða drögin vel og senda inn umsagnir, en fresturinn rennur út 4. júní næstkomandi.

Toppi Everest náð með drauma langveikra barna

Rétt fyrir kl. 23 í kvöld, 23. maí, náðu þeir Sigurður Bjarni Sveinsson og Heimir Fannar Hallgrímsson toppi Mount Everest, en ferðin bar nafnið Með Umhyggju á Everest.

Nýir stjórnarmenn í stjórn Umhyggju

Á aðalfundi Umhyggju þriðjudaginn 11. maí síðastliðinn tóku sæti í stjórn Umhyggju tveir nýir stjórnarmenn, þær Harpa Júlíusdóttir sem kemur inn sem foreldri og Chien Tai Shill sem kemur inn sem fagmaður.

KVAN námskeið fyrir 7-9 ára systkini fer af stað í haust

Í ágúst mun Umhyggja í samstarfi við KVAN bjóða upp á námskeið fyrir 7-9 ára systkini langveikra barna. Þetta er í fyrsta skipti sem námskeið stendur þessum aldurshópi til boða, en Umhyggja hefur undanfarin ár boðið upp á námskeið fyrir 10-12 ára og 13-15 ára langveik börn og systkini. Námskeiðið er 8 skipti, 2 klst í senn og hefst 19.ágúst. Námskeiðið er að mestu niðurgreitt af Umhyggju, en Búið er að opna fyrir skráningar.