Á aðalfundi Umhyggju þriðjudaginn 11. maí síðastliðinn tóku sæti í stjórn Umhyggju tveir nýir stjórnarmenn, þær Harpa Júlíusdóttir sem kemur inn sem foreldri og Chien Tai Shill sem kemur inn sem fagmaður.
Harpa er foreldri langveiks og fatlaðs drengs, er með BA gráðu í hagfræði og Ms í stjórnun og stefnumótun. Hún starfar sem verkefnastjóri hjá Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og hefur auk þess setið í stjórn foreldrafélags Klettaskóla síðastliðin 5 ár.
Chien Tai er menntaður þroskaþjálfi og félagsráðgjafi, starfaði sem félagsráðgjafi í Klettaskóla á árunum 2011-2020 og starfar nú sem félagsráðgjafi á Barna og unglingargeðdeild LSH.
Úr stjórn fóru þær Guðrún Bryndís Guðmunsdóttir, eftir 6 ára stjórnarsetu, og Kristín Grétarsdóttir foreldri, eftir 2 ára stjórnarsetu.
Um leið og við bjóðum nýjar stjórnarkonur hjartanlega velkomnar til starfa þökkum við þeim sem ljúka störfum fyrir sitt dýrmæta framlag á undanförnum árum.