07.05.2021
Við minnum á aðalfund Umhyggju sem haldinn verður þriðjudaginn 11. maí kl.17:00 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn en einnig geta skuldlausir félagsmenn fylgst með fundinum í streymi í gegnum netið.
22.04.2021
Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegs sumars og færum ykkur í tilefni þess fallega sumargjöf. Markmiðið með sumargjöfinni er að gleðja börn og auka skilning á aðstæðum langveikra barna. Lag og texta Sólarlags Umhyggju samdi Ólafur Haukur Símonarson, útsetning og upptökustjórn var í höndum Jóns Ólafssonar en Kristján Kristjánsson (KK) syngur lagið ásamt barnakór. Sögugerð annaðist Sólveig Jónsdóttir.
09.04.2021
Aðalfundur Umhyggju – félags langveikra barna verður haldinn 11. maí næstkomandi, kl.17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Óskað er eftir því að þeir félagsmenn sem hyggjast sitja fundinn skrái sig á vefsíðu Umhyggju, https://www.umhyggja.is/is/skraning-a-adalfund svo hægt sé að áætla fjölda og gera viðeigandi ráðstafanir vegna kosninga verði aðsókn mikil. Fjöldatakmarkanir og fyrirkomulag kosninga verður tilkynnt á vefsíðu Umhyggju, www.umhyggja.is, þegar nær dregur og ljóst er hverjar gildandi reglur um samkomutakmarkanir verða. Fundinum verður streymt en athugið að ekki er hægt að greiða atkvæði nema mæta á staðinn.
31.03.2021
Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegra páska. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. apríl.
19.03.2021
Þá er stóri dagurinn runninn upp, þeir Siggi og Heimir eru lagðir af stað til Nepal þar sem þeir hyggjast klífa Everest til styrktar Umhyggju. Við erum ekki lítið stolt af þeim og hvetjum ykkur öll til að fylgjast vel með þeim inni á instagram @umhyggja.is og á facebook á síðunni Með Umhyggju á Everest.
12.03.2021
Við minnum á að umsóknarfrestur vegna sumarúthlutunar í orlofshúsum Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum rennur út mánudaginn 15. mars.
02.03.2021
Þann 7. apríl fer af stað sjálfstyrkingarnámskeið Umhyggju og KVAN sem ætlað er 10-12 ára systkinum langveikra barna. Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur og þar sem Umhyggja niðurgreiðir kostnaðinn að stærstum hluta er gjaldið einungis kr.7500.
26.02.2021
Umhyggja sendi rétt í þessu, í samstarfi við fjölda annarra félaga sem hafa með hagsmuni langveikra barna að gera, frá sér áskorun til heilbrigðisyfirvalda þess efnis að foreldrar langveikra barna með miklar stuðningsþarfir fái forgang í Covid-19 bólusetningu.
25.02.2021
Við vekjum athygli á hópastarfi sem fer af stað nú í mars hjá Sorgarmiðstöðinni, en um er að ræða stuðningshópa fyrir foreldra sem hafa misst börnin sín skyndilega eða eftir langvinn veikindi. Upplýsingar og skráning í stuðninghópastarf fyrir þau sem hafa misst barn sitt má finna hér.
01.02.2021
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um úthlutun orlofshúsa Umhyggju sumarið 2021. Umsóknarfrestur er til 15. mars og verða allar umsóknir yfirfarnar eftir þann tíma. Reiknað er með að úthlutun liggi fyrir vikuna eftir páska.