Everestfararnir okkar, þeir Heimir og Siggi, heimsóttu okkur í dag á skrifstofu Umhyggju. Það var yndislegt að sjá þá hressa og káta og tilkynna þeim jafnframt að kr. 3.523.150 hefðu safnast í tengslum við för þeirra á topp Everest með drauma langveikra barna þann 24. maí síðastliðinn.
Samstarf Everestfaranna og Umhyggju hefur verið frábært í alla staði og erum við hjá Umhyggju hjartanlega þakklát fyrir ósérhlífni og einurð þeirra í öllu ferilnu. Þeir hafa tengst okkur og fjölskyldum langveikra barna sterkum böndum á undanförnum mánuðum og mun þessi leiðangur án efa búa í hjörtun og minni marga um ókomna tíð.
Hjartans þakkir fyrir okkur!