Nú í vetur mun Umhyggja bjóða langveikum börnum í aðildarfélögum Umhyggju upp á KVAN sjálfstyrkingarnámskeið. Námskeiðið er ætlað 13 - 15 ára börnum (8. - 10. bekkur) og verður kennt á miðvikudögum frá kl. 18 - 21 í húsakynnum KVAN í Kópavogi. Námskeiðið er 8 skipti, hefst miðvikudaginn 11. mars og lýkur miðvikudaginn 29. apríl. Skráning er hér að neðan, en 15 pláss eru laus á námskeiðinu.