Þann 29. apríl sl. sendi Umhyggja – félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar.
Í dag er staða þessa máls óbreytt og fellur því enn hluti þeirra barna sem fæðast með þennan fæðingargalla utan kerfis. Samkvæmt upplýsingum Umhyggju eru foreldrar ásamt lögmönnum þeirra að undirbúa dómsmál gegn ríkinu þar sem farið verður fram á að stjórnarskrárvarin réttindi þessara barna til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu verði tryggð. Í ljósi þessarar alvarlegu stöðu sendi Umhyggja í dag frá sér ítrekun áskorunarinnar frá því í vor, þar sem tafarlausra viðbragða er krafist.
Áskorunina og ítrekunina má sjá hér.