Félagsmenn Umhyggju hafa aðgang að tveimur glæsilegum orlofshúsum. Húsin eru staðsett í Brekkuskógi rétt fyrir austan Laugarvatn og í Vaðlaborgum við Akureyri.
Páskaúthlutun skiptist í tvennt, annars vegar tímabilið 11. - 16. apríl (föstudag fyrir Pálmasunnudag til miðvikudags í Dymbilviku) og hins vegar 16. - 21. apríl (miðvikudag í Dymbilviku til annars í páskum). Geta þarf þess í umsókn hvort tímabilið sótt er um.
Umsóknarfrestur vegna páskaúthlutunar er 15. janúar og verða allar umsóknir meðhöndlaðar eftir þann tíma. Niðurstaða úthlutunar liggur fyrir í kringum 10. febrúar.
Reglur um úthlutun orlofshúsa