Systkinasmiðjur verða haldnar í Reykjavík helgina 8. - 9. febrúar næstkomandi. Um er að ræða samstarf Systkinasmiðjunnar og Umhyggju og eru smiðjurnar ætlaðar systkinum langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8-11 ára (f. 2013-2016) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13 og eldri hópur 12-14 ára (f. 2010-2012) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30. Staðsetning: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Umhyggja niðurgreiðir námskeiðið að stórum hluta en kostnaður sem kemur í hlut hvers þátttakanda er kr. 2000. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka forráðamanns eftir á skráning á sér stað. Laus pláss á námskeiðinu eru 12.
Athugið að lágmarksþátttaka til að námskeiðið verði haldið eru 8 börn á hvort námskeið.