Á dögunum hélt Tónasmiðjan tvenna tónleika og rann ágóði tónleikanna til Umhyggju, alls söfnuðust 500.000 kr. Um var að ræða tónleikasýninguna Hetjur/Rokkum fyrir langveik börn sem haldin var bæði á Húsavík og Dalvík. Yfir 35 flytjendur á ýmsum aldri komu fram fyrir fullum sal gesta. Við viljum þakka ykkur innilega fyrir að styðja við Umhyggju með þessu frábæra verkefni Styrkurinn mun nýtast við áframhaldandi störf Umhyggju í þágu langveikra barna og fjölskyldna þeirra.
Tónasmiðjan er skapandi starf fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á tómstundum, tónlist, söng og menningu. Í Tónasmiðjunni er unnið saman í hóp og skapað saman þar sem allir skipta máli.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá viðburðunum þann 26. maí og 9.júní sl.