Lindaskólaspretturinn 2024

Lindaskólaspretturinn fór fram þann 4. júní sl. þar sem nemendur í 1.-8. bekk í Lindaskóla hlupu til styrktar Umhyggju.

Þvílíkir hlaupagarpar í Lindaskóla sem hlupu hvorki meira né minna en 1.549 km. og söfnuðu alls 300.000 krónum. Styrkurinn mun nýtast til áframhaldandi starfa Umhyggju í þágu langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Innilegar þakkir til ykkar kæru nemendur í Lindaskóla.

Meðfylgjandi er mynd frá skólaslitum Lindaskóla þar sem Jón Kjartan, formaður Umhyggju, og Helga, varaformaður Umhyggju, mættu og tóku á móti umslaginu með ágóðanum frá nemendunum.