Dagana 3. og 4. október munu AHC samtökin standa fyrir vísindamálþingi á Grand Hótel Reykjavík þar sem fjallað verður um genið ATP1A3. Ber þingið heitið ATP1A3 symposium in disease, og er þetta í 8. skiptið sem þingið er haldið. Hingað til lands er von á 100 til 150 manns sem munu taka þátt, en einnig hefur 18 fremstu vísindamönnum í þessum málaflokki víðsvegar að úr heiminum verið boðið á þingið, þar sem þeir munu kynna niðurstöður úr nýjustu rannsóknum sem sumar hverjar hafa ekki enn verið gefnar út. Forseti Íslands mun setja þingið og munu íslenskir vísindamenn taka þátt, þeirra á meðal Kári Stefánsson forstjóri DeCode Genetics.
Allar nánari upplýsingar um málþingið og málefnið er að finna hér.