Í dag, miðvikudaginn 20. desember, sendi Umhyggja frá sér yfirlýsingu þar sem vakin er athygli á því að foreldrar langveikra barna sem þiggja foreldragreiðslur fái ekki desemberuppbót, ólíkt mörgum öðrum hópum sem fá fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum.
Er jafnframt skorað á stjórnvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem á sér stað með þessu, og veita þannig fjölskyldum alvarlega veikra og fatlaðra barna betri tækifæri til að mæta þeim útgjöldum sem hátíðirnar hafa í för með sér.
Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni.