Securitas gefur Umhyggju 500.000 í jólagjöf

Omar-Svavarson-forstjori-Securitas-og-Regina-Lilja-Magnusdottir-formadur-Umhyggju
Omar-Svavarson-forstjori-Securitas-og-Regina-Lilja-Magnusdottir-formadur-Umhyggju

Fimmtudaginn 13. desember afhenti Secu­ritas Um­hyggju 500 þúsund krón­ur í jóla­gjöf, en fyr­ir­tækið ákvað í sam­vinnu við viðskipta­vini sína að styrkja gott mál­efni fyr­ir hátíðirn­ar. Eft­ir kosn­ingu á meðal starfs­fólks og viðskipta­vina Secu­ritas varð Um­hyggja fyr­ir val­inu.

„Það er ekki sjálfsagt að fá gjöf sem þessa, við erum af­skap­lega þakk­lát og mun­um nota upp­hæðina í eitt­hvað þarft fyr­ir okk­ar fé­laga,“ sagði Regína Magnús­dótt­ir, formaður Um­hyggju, við af­hend­ing­una. Við hjá Umhyggju erum ótrúlega þakklát fyrir þennan mikla hlýhug og frábæra framtak.