Rær í kringum Írland og styrkir Umhyggju

Þann 5. júní síðastliðinn lagði Guðni Páll Viktorsson, kajakræðari, úr höfn í Kinsale á Írlandi, en hann stefnir að því að verða fyrstur Íslendinga  til að róa á kajak umhverfis Írland. Það gleður okkur sannarlega að með róðrinum ætlar hann að styrkja Umhyggju, en fólki gefst kostur á að heita á hann og rennur allur ágóðinn til félagsins. 

 

Við fylgjumst spennt með ferð hans  en áætlað er að róðurinn taki um 4 til 5 vikur. Hægt er að fylgjast með ferð Guðna Páls og félaga á facebooksíðu hans.


Umhyggja óskar Guðna Páli góðs gengis og þakkar fyrir stuðninginn!