Laugardaginn 21. september verður haldin ráðstefna um flutning langveikra og fatlaðra barna af barnasviði yfir á fullorðinssvið. Ráðstefnan fer fram í Hringsal Barnaspítalans og hefst klukkan 10:00.
Flutt verða 10 stutt erindi þar sem sjónarmið foreldra, taugateymis barna, Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Rjóðurs, fullorðinsteymis, heilsugæslunnar, Grensáss, Reykjalundar, Taugasjúkdómadeildar LSH og heilbrigðisráðuneytis munu heyrast. Þá munu þeir Pétur Lúðvígsson og Ólafur Thorarensen barnataugalæknar flytja erindi auk þess sem Dr. Lawrence W. Brown sérfræðingur í barnataugalækningum mun segja frá reynslu slíks flutnings í Bandaríkjunum.
Við hvetjum alla til að mæta á þessa áhugaverðu ráðstefnu, sem er öllum opin að kostnaðarlausu.