Volare styrkir Umhyggju þriðja árið í röð.

Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum var myndarlega styrkt af fyrirtækinu Volare í glæsilegu kvöldverðarboði föstudaginn 3. desember s.l. að upphæð  250 þúsund kr. Að þessu sinni voru tvær fjölskyldur langveikra barna einnig styrktar um 150 þús. kr. hvor og fengu þær að auki glæsilegar gjafakörfur með vörum frá Volare.

 

Volare er framsækið fyrirtæki sem selur húð,hár og heilsuvörur ,auk nýrrar förðunarlínu sem nýkomin er á markað og er einhver hreinasta förðunarlína sem er á markaðinum.

 

Sem dæmi innihalda allar förðunarvörurnar Aloe Vera auk vítamína og andoxunarefna.Volare vörurnar eru þekktar fyrir gæði og framleiðandinn dr. Melumad er þekktur fyrir nýsköpun og framsækni.Þessar vörur eru einungis seldar á heimakynningum.

 

Myndin sýnir frá vinstri þær Sigurbjörgu Ólafsdóttur móður langveiks  barns, Guðmundu Hjöleifsdóttur frá Volare og Rögnu Marinósdóttur framkvæmdarstjóra Umhyggju.  Á myndina vantar Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur móður langveikra barna.